Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Hæpið að tala um stjórnarkreppu

Hæpið að tala um stjórnarkreppu

Í tengslum við núverandi stjórnarmyndanir voru sumir fljótir að nota orðið stjórnarkreppa um stöðuna.
Stjórnmálamenn hafi farið tvo hringi bæði formlega og óformlega. Það er þó ekki fyrr en í byrjun þessara viku sem forsetinn hafi opnað á myndun minnihlutastjórnar.
Í raun þurfa flokkar á alþingi ekki að spyrja forsetann hvaða form eða ríkisstjórnargerð þeir huga að. Gullna reglan er að landinu stjórni ríkisstjórn sem þing þolar.

En það er hæpið að tala um stjórnarkreppu. Stjórnarkreppa lýsir frekar ástandi þar sem er yfirvofandi efnahagsáfall og þufi að grípa í taumana, stundum með óvinsælum hætti.

Ekkert aðkallandi er við núverandi aðstæður og ef alþingi afgreiðir fjárlög með skammlausum hætti gæti núverandi starfsstjórn vafalaust setið út janúar.

Það er þó æskilegt út frá lýðræðisreglunni að ný stjórn taki við. Slík stjórn hefði frumkvæðisrétt sem starfsstjórnin hefur ekki.

Þá hafa starfsstjórnir á lýðveldistíma setið lengur en núverandi stjórn (i.e. 44 daga).

Þær þrjár starfsstjórnir sem lengst hafa setið á lýðveldistíma:
Starfsstjórn Ólafs Thors (II) 10.10 1946 — 4.2. 1947        117daga
Starfsstjórn Ólafs Thors (IV) 27.3. 1956 — 24.7. 1956        121dag
Starfsstjórn Steingríms Hermannssonar 28.4.1987 – 8. júlí 1987   72daga.

Starfsstjórn er ekki gamalt í málinu. Ég fann á timarit.is elsta dæmið frá 1935 og íslenskt dæmi frá 1938:

[Þ]egar síðasta reglulegu flokks þingi lauk,[i.e. Alþýðuflokksins] stóðu málefni þannig, að stjórn Ólafs Thors sat að völdum sem hrein minnihlutastjórn, og hafði hún haft því aðalhlutverki að gegna að koma áleiðis breytingu á kjördæmaskipun landsins. Það lét því að líkum, að þegar alþingi kæmi saman eftir haustkosningarnar 1942, yrði eitt aðalaverkefni þess að reyna myndun nýrrar ríkisstjórnar, en segja má, að það hafi gengið nokkuð erfiðlega og að í raun og veru hafi verið stjórnarkreppa í tæp tvö ár, eða allt til þess, að núverandi ríkisstjórn var mynduð. [Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðuflokksflokksins, flutti skýrslu miðstjórnar um stjórnmálaþróunina í landinu og starfsemi Alþýðuflokksins á flokksþinginu  27.nóvember 1944]-

Hér er rætt um starfsstjórn sem sat í nær tvö ár og réttara væri að nefna utanþingsstjórn sem hún og var. Það er þó ekkert sem hindrar þá skilgreiningu að utanþingsstjórn geti jafnframt verið starfsstjórn.

Þegar þeir sem einna hæst kalla á nýjar kosningar er það ekki tímabært. Það á eftir að kanna kosti minnihlutastjórna svo sem stjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Samfylkingar. Vinstri græn gætu varið stjórnina falli ef viss skilyrði yrðu samþykkt.

Þá á einnig eftir að kanna ýmsar útfærslur á hægri stjórn.

Ég teldi að forsetinn myndi frekar skipa utanþingsstjórn fram á vor en samþykkja kosningar strax.

Kosningar ótt og títt hafa samkvæmt reynslu ekki skilað miklu, og bendi ég á kosningar á Spáni sem nýlegt dæmi.

Úr þessu er líklegast að fjárlög fái eins þingræðislega meðferð og hugsast getur.

Þar fær setningin "meirihlutinn ræður" nýja merkingu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni