Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Er bæjarstjórinn að skrökva?

Er bæjarstjórinn að skrökva?

Yfirleitt er slétt og fellt í stjórnsýslu sveitarfélaganna og fulltrúar afgreiða ákvarðanir í sátt.

Eitt af því sem hefur alltaf ríkt sátt um í Kópavogi er fundartími nefnda. Að vísu hafa komið fram tillögur um breytingar á fundartíma en þá með góðum fyrirvara.

Hér er dæmi um annað:

-Á fundi bæjarráðs í gær dró aftur til tíðinda í fundartíma-málinu þegar Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG, upplýsti að hann gæti ekki mætt þar sem föstum fundartíma hefði verið breytt . „„Breytingar sem gerðar eru með þessum hætti án samþykkis allra fulltrúa eru afar óheppilegar. Enginn haldbær rökstuðningur hefur komið fram sem réttlætir breytingar á þessum tímapunkti. Velta má fyrir sér tilgangi breytinga sem þessara þ.s. þær geta útilokað rétt kjörinna fulltrúa frá aðkomu að málum,“ segir bókuninni. [...] Ármann kveðst hafa rætt við Ólaf og að höfðu samráði við hann hafi hann gert tillögu um að fundirnir byrjuðu hálftíma seinna eða 7:30.- [ruv].

Ólafur Þór er læknir og starfar sem slíkur á vöktum. Hann getur skiljanlega ekki breytt vöktum sínum í skyndi slíkt er skipulagt í mánuðum. Hefði þessi tillaga um breyttan fundartíma fengið hefðbundin framgang yrði hægt að breyta þessu frá og með næsta hausti.

En meirihlutanum í Kópavogi liggur á. Það hefur komið fram að breyting á þessum fundartíma er vegna starfa Theódóru Þorsteinsdóttur sem alþingismanni. Hún er formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi og situr jafnframt í stjórn ÍSAVÍA.  Sem sagt alltumlykjandi. Þó gæti varamaður Theódóru ágætlega stýrt fundum bæjarráðs.

Sjálfur var Ármann bæði bæjarfulltrúi og þingmaður um rúm tveggja ára skeið og fékk gagnrýni fyrir.

Theódóra er fulltrúi Bjartrar framtíðar og helsta baráttumál BF í Kópavogi var -samráð og gegnsæi-.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi, líkt og á landsvísu kokkjamsað BF svo enginn munur virðist á flokkunum tveimur.

Spurningin er þessi: Getur verið að læknirinn sé að skrökva EÐA bæjarstjórinn?

Kópavogsbúar verða að fá að vita það - fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni