Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Brynjar og Haraldur setja fyrirvara

Brynjar og Haraldur setja fyrirvara

Brynjar Níelsson og Haraldur Benediktsson hafa á þingflokksfundi sett fyrirvara um stuðning við ríkisstjórn DAC.

Fyrirvari Brynjars er vegna úthlutunar ráðherrastóla. Brynjar telur að miðað við þingfylgi eigi Sjálfstæðisflokkur að fá sex ráðherrastóla. Sjálfur hefur hann haft augastað á dómsmálaráðuneytinu og lagt til að það ráðuneyti verði tekið út úr innanríkisráðuneytinu.

Haraldur Benediktsson sér sjálfan sig sem landbúnaðarráðherra og þannig að atvinnuráðuneytinu verði skipt upp. Þá var Haraldur á fundi með forystu bænda í gær sem lýstu yfir áhyggjum sínum vegna upptöku á búvörusamningi. Haraldur er, eins og kunnugt er fyrrum forystumaður bænda.

Ríkisstjórnarmyndunin er því sýnd veiði en ekki gefin.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu