Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Bakslag í baklandi BF

Bakslag í baklandi BF

Kurr er komið upp í baklandi Bjartrar framtíðar. Mörgum finnst þeir ekki hafa fengið nægjanlegar upplýsingar sem skýrir framsögu formanns BF í öllum fréttatímum. Margir telja að fyrst sé stefnan útþynnt í samvinnu við Viðreisn og það þunnildi hrært í sjálfstæðispottinn.

Þá er andstaða við það að formaður flokksins taki við starfi utanríkisráðherra og benda á fylgistap annarra flokka við þær aðstæður.

Ef skoðuð eru viðtöl við formenn DAC flokkana aftur í tímann var staðan sú hver flytti áramótaávarp forsætisráðherra.

Nú segir formaður Viðreisnar litlu skipta hvort stjórnin verði mynduð í þessari viku eða næstu.

Áður hefur verið sagt frá pilsalyftingum Framsókn og Vg. Á þeim bæjum er staðan "á hóld", og alls ekki ólíklegt að Bjarni banki uppá.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu