Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Að ganga í Costco

Að ganga í Costco

Það er veisla hjá íslenskum neytendum. Einna skýrast sá ég í galtómri Krónu nú um helgina. Krónan selur hárnæringu í tveimur litum fyrir mismunandi hár. Græna næringin fæst bæði í Costco og Krónunni á sama verði 1996 krónur. Rauða hárnæringin fæst einungis í Krónunni og kostar þar tæplega fimm þúsund krónur.

Neytendur líkt og vatnið leitar þangað sem ódýrast er. Þannig hefur Costco eflt verðvitund neytenda enda verðmunurinn talsverður.

Verslunin hefur reynt að útskýra þennan verðmismun, t.d. með því að með tilkomu Costco hafi fengist betri samningar!

Líklegast eru Íslendingar ekki tilbúnir að gagna í Evrópusambandið en þeir eru tilbúnir að ganga í Costco eins og hinn orðsnjalli Guðmundur Andri ályktaði.

Þá gæti verið að inngangan í Costco auðveldi inngönguna í ESB. Þannig að ilmurinn af réttunum muni heilla.

Hver veit.

Hitt er verra að á meðan þessi neytendaveisla stendur sem hæst er lítið að frétta frá Neytendasamtökunum annað en deilur. Ekki orð er á síðu samtakanna um innkomu Costco og leitarvél síðunnar finnur heldur ekki neitt um verslunina.

Það gæti því farið svo að bandarísk verslunarkeðja komi Íslandi í ESB og Neytendasamtökin verði óþörf!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu