Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Að fara heim og falla á sverð

Að fara heim og falla á sverð

„Þetta er spurning um hvernig fréttirnar eru matreiddar." Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni.

Ennfremur:

„Burtséð frá því hvað er rétt lagalega þá er þetta algjörlega rangt, það er byrjað á því að skapa rangar væntingar sem því að samþykkja ófjármagnaða samgönguáætlun, það má segja að það sé nánast siðlaust finnst mér af síðasta Alþingi."

Ja hérna.

Ráðherrar hafa fengið á sig vantraust af minna tilefni.

Hér ákveður formaður Viðreisnar að gjalda uppeldið og falla á sverðið í stað samgönguráðherra sem getur ekki reifað fjárlög með sínum áherslum.

Það er því spurning hversu margir sjálfstæðisflokkar eru á þingi og í ríkisstjórn.

Sumir segja að þeir séu þrír.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu