Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Show me the Sjávarútvegsstefna

Orðið "sanngirni" er lykilorð í stefnum beggja stjórnarflokkanna. Þar er ekki verið að tala um sanngjarna útdeilingu kvóta til að viðhalda nýliðun, heldur að þjóðin fái sanngjarnan hlut fyrir eign sína. Takið eftir, það stendur ekki fullt gjald fyrir eignina, heldur sanngjarnt. Sanngjarnt fyrir hverja spyr maður sjálfan sig.

Samfylkingin, VG og Björt framtíð leggja áherslu á að arður renni til þjóðarinnar og náttúran njóti vafans. Tveir þeirra gerðu ekki mikið í því á síðasta kjörtímabili, en juku þó heimtur í núverandi kerfi. Annars ægilega fallegar stefnur svosem.

Píratar taka af öll tvímæli. Bjóða upp allan kvótann. Punktur. 

Úr stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum:

Píratapartýið​: "Íslenska ríkið, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar, skal bjóða aflaheimildir upp til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð og skulu öll úrslit uppboða vera opinberar upplýsingar."

Sjálfstæðisflokkurinn: "Sjávarútvegurinn á eins og aðrar atvinnugreinar að greiða hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir að nýta sameiginlegar náttúruauðlindir."

Framsókn: "Gera skal samninga um nýtingu réttarins gegn gjaldi.
Fyrir þessa samninga ber að tryggja þjóðinni sanngjarnar tekjur. Gjaldtakan taki mið af gengi greinarinnar hverju sinni."

Samfylkingin: "Auka þarf tekjur samfélagsins af nýtingu sameiginlegra auðlinda og nýta þær til að byggja upp innviði og atvinnulíf um allt land og létta skattbyrði af almennu launafólki."

VG: "Náttúran, lofthjúpurinn, hafið og auðlindir lands og sjávar eru mestu verðmæti Íslendinga. Náttúruauðlindir eiga að vera sameign landsmanna og þær á að nýta í þágu allra."

Björt framtíð: "Sköpum varanlega sátt um sjávarútveg á grunni fjögurra stoða: 1) Að arður renni til þjóðarinnar 2) að nýting fiskimiðanna sé sjálfbær 3) að greinin njóti góðra skilyrða til að skila hagnaði og 4) að nýir aðilar geti haslað sér völl í sjávarútvegi."

Er einhver spurning um hver muni gæta hagsmuna eigenda auðlindarinnar á næsta kjörtímabili?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu