Benjamín Sigurgeirsson
„Með miklum mætti fylgir mikil ábyrgð“ eru fleyg orð oft rakin til Benjamin Parker, betur þekktum sem Uncle Ben.

Áfengisfrelsisfrumvarpið

Nú ganga enn og aftur yfir landann öldur æsifréttamennsku, múgæsings og skoðanaskipta á samskiptamiðlum vegna frumvarps þess efnis að gera sölu á vímuefninu áfengi frjálsa undan einkaresktri ríkisins. Sú breyting sem lögð er til felur meðal annars í sér að áfengi geti verið selt í matvörubúðum, sjoppum og einkareknum áfengissérverslunum. Myndi þá ríkisrekin áfengissala leggjast af og Vínbúðunum yrði lokað....

Tekur enginn mark á landlækni?

Árið 2014 gaf Embætti landlæknis út upplýsingabækling sem ber heitið Ráðleggingar um mataræði og var hann endurútgefin 2015. Bæklingurinn er aðgengilegur og læsilegur og leggur línunar, í grófum dráttum, hvernig landsmenn geta hagað mataræði sýnu til þess að styðja við góða heilsu og forðast sjúkdóma. Ráðleggingar landæknis eru að mörgu leiti til fyrirmyndar en í bæklingnum er meðal annars...

Fóstureyðingar bjarga og bæta líf

Á Íslandi þykja það sjálfsögð mannréttindi að konur hafi öruggt aðgengi að löglegum fóstureyðingum. Það er þó ekki algjör samhugur meðal fólks á jörðinni hvort og undir hvaða kringumstæðum fóstureyðingar eru réttlætanlegar. Sé þungunin afleiðing nauðgunar og/eða ef konan er mjög ung að aldri þykir það oft vera réttmæt ástæða þess að gangast undir fóstureyðingu. Eins er fóstureyðing gjarnan álitin...

Kynjamisrétti á fæðingardeildinni

Eftir að hafa beðið eftir því í rúmlega níu mánuði þá var loksins komið að því að ég og konan mín færum upp á fæðingardeild til að fæða barn. Jú, tæknilega séð er það kannski eingöngu hún sem fæðir barnið en á þessum tímum jafnréttis kynjanna leit ég svo á að við værum félagar í þessari baráttu að koma nýju...

Matur Lyf Peningar

Í flestum tilfellum eigum við mannfólkið ekki erfitt með að gera greinamun á því sem er rétt og rangt sérstaklega þegar munurinn er mjög augljós. Yfirlett gildir um það mikill samhugur á meðal fólks hvað sé siðferðilega rétt og hvað sé rangt. Ekki lemja, ekki meiða, ekki stela, ekki ljúga, aðstoða þá sem þurfa og biðja um hjálp og þar...

Uncle Ben

Í kjölfar þess að mér hlotnaðist sá heiður að fá að vera gestur í fertugasta og öðrum þætti Hefnendanna þá fékk ég Hefnendanafnið Uncle Ben sem er að sjálfsögðu í höfuðið á Benjamin Parker, frænda Peter Parker sem allir þekkja betur sem Köngulóarmanninn. Þó svo að Uncle Ben nafnið sé kannski ekki jafn grípandi, sterkt eða glimrandi eins og...