Ásgeir Berg

Ásgeir Berg

Ásgeir Berg Matthíasson er rökfræðingur og stundar doktorsnám í heimspeki við háskólana í Stirling og St Andrews. Hann skrifar um stjórnmál frá sjónarhóli heimspekinnar.

Furðu­leg svör for­sæt­is­ráð­herra

Það er lík­lega eng­inn sem fylg­ist með op­in­berri um­ræðu og stjórn­mál­um á Ís­landi sem hef­ur far­ið var­hluta af lög­banni sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar um fjár­mál Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra á ár­un­um fyr­ir hrun. Ég held að nú þeg­ar Bjarni sjálf­ur hef­ur tek­ið und­ir sjón­ar­mið þeirra sem gagn­rýnt hafa lög­bann­ið séu fá­ir sem ekki eru sam­mála um hversu óvið­eig­andi það sé...
Lærum af ástandinu í öðrum löndum og tökum umræðuna

Lær­um af ástand­inu í öðr­um lönd­um og tök­um um­ræð­una

Þær full­yrð­ing­ar heyr­ast mjög gjarn­an í um­ræð­um um inn­flytj­end­ur, hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk að „það megi ekki ræða þessi mál“ og að um þau ríki þögg­un. Það verð­ur að telj­ast ör­lít­ið mót­sagna­kennt, því þau eru—eins og al­þjóð veit—nán­ast á hvers manns vör­um og fátt sem hef­ur ver­ið meira í um­ræð­unni und­an­far­in ár. Það eru ýms­ar aðr­ar full­yrð­ing­ar sem ganga ljós­um log­um...

Laga­hyggja Skúla Magnús­son­ar

Í fyrra­dag skrif­aði ég pist­il sem fjall­aði um laga­hyggju og sið­ferði. Í lok pist­ils­ins reyndi ég að tengja þessa sið­ferði­legu laga­hyggju við það hvernig best sé að hugsa um lýð­ræði og lýð­ræð­is­legt stjórn­ar­far.  Vil­hjálm­ur Árna­son, pró­fess­or í heim­speki, var á svip­uð­um slóð­um í Viku­lok­un­um á Rás 1 í gær en hann lýs­ir sið­ferði­legri laga­hyggju með­al ann­ars með eft­ir­far­andi hætti:...
Siðferði, lagahyggja og lýðræði

Sið­ferði, laga­hyggja og lýð­ræði

Það dylst lík­lega eng­um sem fylgst hef­ur með málsvörn Sig­mund­ar Dav­íðs og Bjarna Bene­dikts­son­ar und­an­farn­ar vik­ur—og stuðn­ings­manna þeirra—að það sem kalla mætti „sið­ferði­lega laga­hyggju“ er mjög áber­andi í þeirra mál­flutn­ingi. Sið­ferði­leg laga­hyggja—sem væri raun­ar of­mælt að kalla full­burða sið­fræði­kenn­ingu—er sú hug­mynd að lög og regl­ur séu upp­spretta sið­ferð­is í mann­legu sam­fé­lagi. Sig­mund­ur Dav­íð hef­ur til að mynda sagt að hann hafi ekki gert...

Borg­ara­laun og út­skýr­ing­ar Jó­hann­es­ar

Í ræðu sinni á Við­skipta­þingi á dög­un­um gagn­rýndi Sig­mund­ur Dav­íð Pírata fyr­ir meinta stefnu þeirra um borg­ara­laun (sem reynd­ist þó raun­ar alls ekk­ert stefna þeirra). Í stuttu máli sagði for­sæt­is­ráð­herra að stefna þeirra væri óá­byrg og van­hugs­uð—að hún myndi kosta meira en tvö­fald­ar tekj­ur rík­is­ins og að þá væri allt ann­að eft­ir ótal­ið. Það kom svo fljót­lega í ljós—þeg­ar bet­ur...

Brynj­ar og Kári

Und­ir­skrift­ar­söfn­un Kára Stef­áns­son­ar fyr­ir end­ur­reisn heil­brigðis­kerf­is­ins hef­ur ekki far­ið fram­hjá nein­um á sam­fé­lags­miðl­un­um og fjöl­miðl­um í dag. Einn af þeim sem bregst við átaki Kára er Brynj­ar Ní­els­son al­þing­is­mað­ur en af pistli hans um mál­ið á Press­unni má skilja að hann telji hug­mynd­ir Kára ekki bein­lín­is raun­hæf­ar. Hann seg­ir rétti­lega að til þess að Kári fái sínu fram­gengt...

Sið­ferði­leg eig­in­girni og flótta­menn

Í um­ræð­unni um flótta­manna­vand­ann í Mið-Aust­ur­lönd­um og sí­auk­inn fjölda þeirra sem leita hæl­is í Evr­ópu hafa nokkr­ar for­send­ur ver­ið ráð­andi í um­ræð­unni sem sjald­an eða aldrei er ef­ast um—og ef ég væri verr inn­rætt­ur myndi ég kannski tala um póli­tísk­an rét­trún­að í því sam­bandi. Þær eru með­al ann­ars: Flótta­menn eru efna­hags­leg byrði á sam­fé­lag­inu sem þeir koma til. Flótta­menn...
Pólitískur rétttrúnaður og rasismi

Póli­tísk­ur rétt­trún­að­ur og ras­ismi

Á Face­book í morg­un birti Gunn­ar Smári Eg­ils­son at­hygl­is­verð­an sam­an­burð á töl­fræði um stöðu blökku­manna í Banda­ríkj­un­um ann­ars veg­ar og stöðu inn­flytj­enda í Frakklandi hins veg­ar. Að hans eig­in sögn er þetta áhuga­vert vegna þess að „við er­um vön að meta veika stöðu svartra í Banda­ríkj­un­um út frá alda­langri kerf­is­bund­inni mis­mun­un en er­um síð­an hvött til þess af um­ræð­unni...
Hugleiðingar um frjálshyggju og eignarrétt

Hug­leið­ing­ar um frjáls­hyggju og eign­ar­rétt

Frjáls­hyggja er stjórn­mála­heim­speki sem hef­ur haft mik­il áhrif á Vest­ur­lönd­um und­an­farna ára­tugi. Frjáls­hyggju­mönn­um, að minnsta kosti þeim sem ég kemst reglu­lega í tæri við, er tamt að segja að skatt­lagn­ing rík­is­ins sé „skerð­ing á frelsi og sjálfs­ákvörð­un­ar­rétti fólks” og að hún sé, ef ekki bein­lín­is þjófn­að­ur, þá ígildi hans. Þess­ar full­yrð­ing­ar eru oft í al­mennri um­ræðu sett­ar fram án sér­staks...

Mest lesið undanfarið ár