Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Kynfæravörtur

Yndisleg þessi ,,mótþróaþrjóskuröskun“ sumra, að neita að skilja hluti eins og femínisma, #freethenipple átakið o.s.frv.

Að vilja gagnrýna framferði, skrif, áherslur og aðferðafræði sumra femínista er gott og gilt; og mikilvægt líka, því auðvitað viljum við ekki festast í gömlum úreltum baráttuaðferðum sem gera lítið annað en að fá fólk á móti sér. Baráttan snýst um JAFNRÉTTI fólks óháð kyni (og þar með mannréttindi alls fólks) ekki yfirburði annars kynsins sem sagt.

Það breytir því hins vegar ekki að ef við höldum okkur við ,,kynjakerfisviðurkenndar“ aðferðir, þá held ég að við náum í höfn eftir svona ca. 300-500 ár. Persónulega nenni ég þessi fokking rugli ekki lengur og vill fá að sjá fullkomið jafnrétti á öllum sviðum meðan ég lifi. Kannski er það bara frekja og eigingirni; en það verður bara að hafa það. Ég er bara fokking gröð í kynjajafnrétti!

Til þess þurfum við aggressívar, byltingakenndar og hneykslanlegar aðferðir. Við þurfum að benda á þöggun hluta sem fólk lítur á sem helgispjöll og árás á hetjur hafsins. Við þurfum kynjakvóta og annað sem er óþolandi í sjálfu sér en er veiklulegt tæki til að reyna að hjálpa okkur að verða okkur ekki til skammar þegar uppi er staðið. Eða viljum við vera heimskt samfélag sem trúir því að karlar séu alltaf betri í öll störf? Og, já! Við trúum því innst inni upp til hópa; bæði konur og karlar. Launkerfi landsins er þar sterkasta sönnunin.

Það er nefnilega mikill misskilningur að andstæðingar baráttu femínisma séu karlmenn. Konur eru þeim enginn eftirbáti enda snýst femínismi ekkert um annað kynið, þótt nafnið gefi það til kynna. Margir vilja ríghalda í þá mýtu að femínismi snúist um að gera karlmenn að sökudólgum og snúist um að tryggja yfirburði kvenkyns, give me a break!

Femínismi í dag snýst um að efla konur á þeim sviðum sem þess er þörf; sýna fram á að þær eru ekki fórnarlömb; heldur einstaklingar, kynverur, hjúkrunarfræðingar og forstjórar og vilja fá að vera það í fokking friði fyrir gömlum íhaldssömum hugmyndum um hegðun þeirra, hugsun, tilfinningar og útlit. Femínismi snýst líka um að benda á hluti þar sem karlmenn hafa lotið lægra haldi vegna kynjakerfisins; eins og varðandi forsjá barna sinna. Það er óþolandi hvar þau mál eru stödd.

Og nei! #FreeThe Nipple átakið snýst ekki um að konur vilji svo endilega vera berar að ofan. Það snýst um að konur vilja (alveg eins og karlmenn) hafa yfirráðarétt yfir líkama sínum og velja hvenær hann er notaður eða misnotaður í kynferðislegum tilgangi. Góðar stundir.


 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni