Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Ingólfstorg sprungið

Ingólfstorg sprungið

Evrópumótið í knattspyrnu hefur sennilega ekki farið framhjá neinum hér á landi. Íslenska karlalandsliðið stendur sig meðan Íslendingar flykkjast til Frakklands til þess að mæta á völlinn.

Síminn hefur í samstarfi við Reykjavíkurborg staðið að frábærum viðburðum á Ingólfstorgi þar sem leikjunum er varpað á risaskjá. Þeir sem ekki hafa tök á að fara til Frakklands geta allavega sótt í góða stemningu þangað.

Nú er Ingólfstorg sprungið og færri komast að en vilja. Ég held að það sé ráð að stækka við fyrir leikinn gegn Englendingum. Gera þetta með pompi og prakt til þess að sameina sem allra flesta.

Þetta gæti verið haldið á Arnarhóli eða Klambratúni svo eitthvað sé nefnt.

 

Höfum gaman af þessu og áfram Ísland!

mynd SP

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni