Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Varla klósettferðar virði

Maður vissi svo sem þegar það fréttist að innvígður og innmúraður Sjálfstæðismaður hefði verið ráðinn án auglýsingar sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála að þar væri eingöngu verið að koma atvinnulausum flokksmanni á ríkisspenann.

Eða allavega á meðan hann var að leita að öðru starfi.

En manni finnst yfirgengilegt að sá flokksholli hafi fengið að soga til sín af spenanum um 12 milljónir af almannafé hjá tilgangslitlu batterí sem fær 70 milljónir á ári af fé hins opinbera.

Sérstaklega í ljósi afrakstursins:

Ein skítin heimasíða

Og svo tillaga um að ríki og sveitarfélög einkavinavæði rekstur almenningssalerna.

Það er varla klósettferðar virði.

Jafnvel þó tillagan hafi orðið til þar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu