Pressa
Pressa #18

Pressa #18: Áhrif yf­ir­vof­andi fram­boðs Katrín­ar og leik­skóla­mál í Reykja­vík

Þrískiptur þáttur af Pressu verður sendur út í beinu streymi á föstudag, þar sem áhrif mögulegs forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur verða rædd, sem og leikskólamál í Reykjavík. Auk þess verður viðtal við fyrrverandi formann Bændasamtakanna.
· Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan

Getur ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lifað af án Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra? Þeirri spurningu verður varpað fram í pallborðsumræðum í beinni útsendingu í þjóðmálaþættinum Pressu í hádeginu í dag, föstudag. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, sest við umræðuborðið ásamt þeim Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, og Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Ölfusi og Sjálfstæðismanni.

Þingflokkur Vinstri grænna bíður átekta eftir tilkynningu formannsins en lengi hefur verið talað um að stjórnarsamstarfið byggi ekki síst á því mikla trausti sem ríkir á milli Katrínar, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Elliði hefur hins vegar hvatt Katrínu til forsetaframboðs og fullyrti um miðjan síðasta mánuð að hún yrði kjörin næsti forseti. Björn Leví hefur á sama tíma verið afar gagnrýninn á áformin og aðdraganda tilkynningar hennar. 

Að loknum þeim umræðum beinum við sjónum að nýsamþykktum lögum sem hafa þær afleiðingar að afurðastöðvar í landbúnaði mega nú stunda samráð sem áður var ólögmætt samkvæmt íslenskum lögum. Um er að ræða lagabreytingu sem stjórnendur afurðastöðva sem framleiða lamba-, kjúklinga- og svínakjöt hafa lengi stefnt að og til stóð að keyra í gegnum Alþingi fyrir nokkrum árum, en var þá stöðvað eftir harða andstöðu Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtaka og ýmissa hagaðila í verslun og þjónustu. Við ræðum við Gunnar Þorgeirsson, fráfarandi formann Bændasamtaka Íslands, sem segir það varla tilviljun að samtökin hafi tekið 180 gráðu beygju í afstöðu sinni til málsins, í kjölfar formannsskipta á dögunum.

Í síðasta hluta Pressu verður sjónum svo beint að leikskólamálum í Reykjavík. Nú stendur fyrir dyrum hin svokallaða stóra leikskólaúthlutun, þar sem foreldrum í Reykjavík er tilkynnt hvort börn þeirra fái dagvistun á leikskólum næsta vetur. Langir biðlistar eru í borginni og víðar og þegar ljóst að margir koma til með að lenda í vandræðum og verða án úrræða á komandi vetri. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, ræða málin. 

Pressa er send út í beinni útsendingu af ritstjórnarskrifstofu Heimildarinnar klukkan 12.00 alla föstudaga. Hægt er að horfa á útsendinguna á vefnum Heimildin.is. 

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Hljóðin eru verst
    Á vettvangi #2

    Hljóð­in eru verst

    Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
    Úkraínuskýrslan #3

    Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

    Days of Gray
    Bíó Tvíó #250

    Days of Gray

    Eldsvoði aldarinnar
    Eitt og annað

    Elds­voði ald­ar­inn­ar

    Loka auglýsingu